Reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda

Málsnúmer 1212014

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 21.01.2013

Lögð fram reglugerð, en markmið hennar er að draga úr tjóni eða koma í veg fyrir tjón vegna bráðamengunar eftir því sem kostur er.

Hafnarstjóri bendir á 3. lið í fundargerð Hafnarsambands Íslands, en þar koma fram áhyggjur af kostnaði sem gæti lagst á hafnir við upptöku reglugerðar við bráðmengun hafna.

Lagt fram til kynningar.