Krafa vegna tjóns á bátnum Millu SI 727 þann 8. maí 2012

Málsnúmer 1211095

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 21.01.2013

Yfirhafnarvörður gerir grein fyrir stöðu mála.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 47. fundur - 22.05.2013

Lagt fram til kynningar bréf til Reynis Karlssonar frá lögmanni bæjarfélagsins dags. 3.apríl 2013.

Hafnarstjórn telur málið í réttum farvegi.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 48. fundur - 22.07.2013






Í bréfi frá 11. júní 2013 kemur fram að Gísli Örn Reynisson hdl. f.h. Vátryggingafélags Íslands telur að starfsmenn Siglufjarðarhafnar og Siglfirðings hf. hafi með háttsemi sinni sýnt af sér saknæma háttsemi sem orsakaði tjón á Millu SI-727. Vátryggingafélagið telur því að nefndir aðilar beri ábyrgð á tjóninu eftir almennum reglum skaðabótaréttar.


 


Í bréfi frá 26.júní kemur fram að Valtýr Sigurðsson hrl. f.h. Fjallabyggðar og Siglfirðings hf, telur að VÍS hafi greitt útgerð MIllu SI 727 bætur umfram það tjón sem útgerð bátsins getur sýnt fram á að hafi í raun orðið vegna atviksins og verður það að teljast alfarið á ábyrgð VÍS. Í bréfinu kemur einnig fram að lögmaður bæjarfélagsins telur að Fjallabyggð og/eða hafnaryfirvöld beri enga ábyrgð á tjóninu.


 


Lagt fram til kynningar.