Frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 1. nóvember 2012

Málsnúmer 1211001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 14.11.2012

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Frístundanefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 1. nóvember 2012




    Á fundinn komu Kristján Hauksson og Sigurpáll Gunnarsson fyrir hönd Skíðafélags Ólafsfjarðar og fóru yfir stöðuna varðandi rekstur skíðasvæðis fyrir árið 2013. Fjárhagsramminn fyrir árið 2013 var samþykktur með 3 atkvæðum. Róbert Haraldsson sat hjá en Ólafur Kárason var á móti og lagði fram eftirfarandi bókun.
    "Ég undirritaður nefndarmaður í frístundanefnd get ekki stutt tillögu um niðurskurð á framlögum til æskulýðs- og íþróttamála sem eingöngu teljast í því að skerða þjónustu við bæjarbúa. Hugmynd um að ná niður kostnaði við málaflokkinn með því að skera niður í yfirstjórn og hagræða í rekstri skíðasvæða í Fjallabyggð hefur verið ýtt út af borðinu. Því sé ég mér ekki fært að samþykkja fjárhagsrammann fyrir árið 2013".
    Bókun fundar <DIV>Egill Rögnvaldsson, Guðmundur Gauti Sveinsson og Sólrún Júlíusdóttir óska að bókað sé að þau taki undir bókun Ólafs H. Kárasonar í frístundanefnd.<BR>Afgreiðsla 58. fundar frístundanefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>