Fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs Fjallabyggðar 2013 og 2014-2016

Málsnúmer 1210067

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 43. fundur - 29.10.2012

Lagt fram bréf bæjarstjóra er varðar forsendur fyrir áætlunargerð fyrir árið 2012.

Neðanritað var bókað til skoðunar fyrir næsta fund.

Siglufjarðarhöfn.

1. Frágangi við flotbryggju á Siglufirði verði lokið á árinu 2013.

2. Sett verði upp læst hlið inn á flotbryggjuna.

3. Umhverfið við innri höfnina verði lagfært.

4. Athuga þarf með lýsingu á höfnum Fjallabyggðar.

5. Tekið verði frá fjármagn til endurbyggingar á Hafnarbryggju.

Ólafsfjarðarhöfn.

1. Tillaga um flotbryggjuna frá áætlun 2012 verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.

2. Lagfæra þarf þekju í Vesturhöfn - hún verði kostnaðarmetin fyrir næsta fund.

3. Umhverfi Ólafsfjarðarhafnar verði lagfært.

Lögð fram tillaga frá Steingrími Óla Hákonarsyni.

Meirihluti hafnarstjórnar leggur áherslu á neðanritað eftir umræður um framkomna tillögu.
1. Lögð er áhersla á að Siglufjarðarhöfn verði aðalhöfn Fjallabyggðar.

2. Ólafsfjarðarhöfn verði viðhaldið sem leguhöfn og smábátahöfn.

3. Hafnarbryggja á Siglufirði verði lagfærð í tveimur áföngum.

4. Núverandi hafnarsvæði í Ólafsfirði og á Siglufirði verði tekið til endurskoðunar og skipulagningar m.t.t. framkominna hugmynda.

5. Hafnarstjórn leggur áherslu á að styrkja ímynd Fjallabyggðar sem útgerðarbæjar.

Gunnar Reynir Kristinsson telur sig ekki geta samþykkt ofanritaðar áherslur meirihluta hafnarstjórnar.

Hafnarstjórn samþykkir framkomnar tillögur í rekstri en mun skoða fjárfestingarliði til næsta fundar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 21.01.2013

Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingu á tillögu að áætlun ársins, frá síðasta fundi. Meirihluti bæjarstjórnar ákvað að framkvæmdafé yrði 12.5 m.kr. í stað 25 m.kr.

Ástæðan er ákvörðun um að framkvæmdir ársins væru 235 m.kr. á árinu 2013. Ljóst er að fé til framkvæmda frá ríkinu eru af skornum skammti þetta árið og á þessari stundu er ekki séð hvort eða hvenær fjármagn fæst í endurbyggingu Hafnarbryggju, sem er afar brýnt verkefni að mati hafnarstjórnar.

Á næsta fundi mun hafnarstjórn taka málið til frekari umræðu, þegar ljóst er hver niðurstaðan verður á þingi um lög nr.61/2003 með síðari breytingum. 

Hafnarstjórn harmar aðferðarfræðina, er varðar ákvarðanatöku og snertir framkvæmdafé ársins 2013 sem og að það hafi dregist að boða til fundar um málið. Hafnarstjórn minnir á, að ætlunin var að auka frelsi nefnda á kjörtímabilinu.