Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 11. fundur - 22. júní 2012

Málsnúmer 1210020F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 14.11.2012

  • .1 1206090 Undirbúningur vegna forsetakosninga
    Yfirkjörstjórn við alþingis og sveitarstjórnakosningar - 11. fundur - 22. júní 2012
    1.   Auglýsing kjördeilda og opnunartími.
    Auglýsing birt í Tunnunni 20. júní.  Ekki fékkst leyfi Innanríkisráðuneytis til að auglýsa lokun kjördeilda fyrr en kl. 22:00, nema enginn komi í hálftíma samfleitt.
    2.  Lög um kjör forseta, kosningahandbækur.
    Hver kjörstjórn fær eina handbók, kemur með kjörgögnum.
    3.   Kjörskrá.
    Hefur legið frammi á bæjarskrifstofunum.  Framlagning var auglýst í Tunnunni 20. júní sl.
    4.   Kjörgögn.
    Verða send undirkjörstjórnum í innsigluðum pökkum beint frá yfirkjörstjórn á Akureyri.
    5.   Kosning á kjördag.
    Allt er til reiðu, s.s. kjörkassar og kjörklefar.  Næg bílastæði á báðum stöðum.  Ljóst er að ekki mega aðrir aðstoða kjósendur en fulltrúar kjörstjórna og þá aðeins að þeir séu beðnir um aðstoð.
    6.   Vinna á kjördag.
    Með hefðbundnum hætti.  Skipt verður um kassa um fjögurleytið.  Lögregla safnar kjörkössum um kvöldið.  Formaður yfirkjörstjórnar verður ekki í bænum e.h. á kjördag, en verður í símasambandi allan daginn.  Auk þess hægt að ná í aðra í yfirkjörstjórn.

    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar yfirkjörstjórnar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.