Menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 23. október 2012

Málsnúmer 1210003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 83. fundur - 14.11.2012

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1209099 Fjárhagsáætlun 2013 og 2014 - 2016
    Menningarnefnd Fjallabyggðar - 58. fundur - 23. október 2012
    Rósa Bjarnadóttir forstöðumaður Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sat undir þessum lið frá kl. 17.00-17.50. Farið yfir fjárhagsáætlun bóka- og héraðsskjalasafns.
    Menningarnefnd leggur til að árgjald fullorðinna 18-66 ára verði kr. 2000 og skammtímakort sem gildir í einn mánuð kr. 1000 sem tekur gildi 1. janúar 2013.
     
    Menningarnefnd telur að framtíðarstaður fyrir upplýsingamiðstöðina á Siglufirði verði í bókasafninu og beinir því til bæjarráðs að gera ráð fyrir því við gerð fjárhagsáætlunarinnar.
     
    Eftir yfirferð menningarnefndar við fjárhagsáætlunargerð og að beiðni bæjarráðs hefur menningarnefnd hagrætt í málaflokknum er varðar menningarstyrki sem nemur 2 milljónum króna. 
     
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 58. fundar menningarnefndar staðfest á 83. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.