Áhyggjur íbúa um öryggi vegfarenda vegna hraðaksturs á Þormóðsgötu

Málsnúmer 1209105

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 17.10.2012

Íbúar við Þormóðsgötu og Hvanneyrarbraut á Siglufirði senda inn erindi er varðar áhyggjur þeirra af hraðakstri sem á sér stað á Þormóðsgötu. Segja þeir að ekki sé einungis um hefðbundna umferð íbúa að ræða, heldur einnig umferð stærri og þyngri ökutækja sem aki þá oft hraðar en eðlilegt getur talist. Þá sé gatan vinsæl hjá ökumönnum mótorhjóla og ungum ökumönnum sem gaman hafa af hraðakstri. Vegna þess að mikið er um börn að leik og fótgangandi umferð á sumrin sé eðlilegt að gerðar verði ráðstafanir áður en slys eiga sér stað. Vilja þau þess vegna að gripið verði til aðgerða til þess að draga úr slysahættu og umferðarhraða, meðal annars með uppsetningu hraðahindrana.

 

Nefndin þakkar ábendinguna og bendir á að málið verður skoðað í vinnslu umferðaröryggisáætlunar Fjallabyggðar.