Erindi Norlandia ehf.

Málsnúmer 1206061

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 262. fundur - 26.06.2012

Formaður bauð velkomna á fund bæjarráðs:
Ásgeir Loga Ásgeirsson, fulltrúa Norlandia ehf,
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóra Heilbr.eftirlits Norðurlands vestra,
Val Þór Hilmarsson, umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar
og Steinar Svavarsson, fulltrúa í Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra.

Farið var yfir stöðu Norlandia ehf varðandi lyktarmengun frá fyrirtækinu og þær aðgerðir sem farið hefur verið í og fyrirhugaðar eru, til að minnka lykt.  Fram kom hjá fulltrúa Norlandia að nýr óson hreinsibúnaður verði kominn í notkun á næstu dögum.
Starfsleyfi fyrirtækisins er til umfjöllunar hjá Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra.