Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá þjóðskrá Íslands vegna forsetakosninga þann 30. júní 2012

Málsnúmer 1206042

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Kjörskrárstofn og leiðbeiningar vegna forsetakosninga lagðar fram.
Á kjörskrá í Fjallabyggð 9. júní s.l. eru 1602, 820 karlar og 782 konur.
Jafnframt lagðar fram eftirfarandi upplýsingar frá yfirkjörstjórn Fjallabyggðar:
Við kjör til forseta Íslands, er fram fer 30. júní 2012, er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Í kjördeild I í Ráðhúsi Siglufjarðar, 2. hæð kjósa íbúar Siglufjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Í kjördeild II að Ægisgötu 13 í Ólafsfirði (húsi Menntaskólans) kjósa íbúar Ólafsfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Kjörfundi má slíta átta klukkustundum eftir að hann hefst, hafi hálf klukkustund liðið frá því að kjósandi gaf sig síðast fram. Kjörfundi skal slitið eigi síðar en kl. 22:00.
Kjörskrár vegna kjörs forseta Íslands, sem fram fer 30. júní 2012, liggja frammi á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar að Gránugötu 24 og Ólafsvegi 4.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita framlagðar kjörskrár.