Vinnuskóli Fjallabyggðar sumarið 2012

Málsnúmer 1206041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna mikillar aðsóknar nemenda, þá helst nemenda í elsta árgangi vinnuskólans. Miðað við fjölda, þá er ljóst að fjármagn sem áætlað var dugar ekki fyrir þær vikur sem ætlunin var að láta vinna í sumar. Ljóst er að frekara fjármagn er ekki til staðar og leggur íþrótta- og tómstundafulltrúi því til neðanritað:

"Til að að bregðast við miklum fjölda nemenda í vinnuskóla og þar með að fara ekki fram úr áætlun ársins er lagt til að:

·         Fækka um eina vinnuviku hjá 8. og 9. bekk (árgangur 1997 og 1998).

·        Ákvörðun um fækkun vinnustunda hjá 10. bekk er frestað, þar sem alltaf hefur orðið fækkun í fjölda þegar líður á sumarið.

Nokkrir flokksstjórar hafa lýst áhuga á að hætta aðeins fyrr en samningar gerðu ráð fyrir.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerir ráð fyrir að standast fjárhagsáætlun ársins.

Bæjarráð samþykkir framkomnar tillögur.