Viðhald og rekstur á knattspyrnuvöllum sumarið 2012

Málsnúmer 1206040

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lagt fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa vegna viðhalds og reksturs á knattspyrnuvöllum.

Í bréfinu koma fram þrjár ábendingar og óskir um fjármagn.

1. Aukið viðhaldsfé vegna viðgerða á sjálfsskiptingu í vallarsláttuvél. Óskað er eftir kr. 500.000.-

2. Uppsetning á girðingum og auglýsingaskiltum á knattspyrnuvöllum bæjarfélagsins. Óskað er eftir kr. 500.000.-

3. Endurskoðun á rekstrarsamningi vegna hækkunar launa frá 1. júní 2011, sjá 13. grein samningsins. Hækkunin á samningi nemur kr. 400.000 tæpum.


Bæjarráð samþykkir 1. lið þ.e. aukið viðhaldsfé um kr. 500 þúsund og á móti lækki viðhaldsfé og tryggingarliðir skíðasvæða.


Bæjarráð vísar 2. lið til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.


Þar sem ekki var gert ráð fyrir lið 3 á fjárhagsáætlun samþykkir bæjarráð að hækka greiðslur samkvæmt 13. grein samningsins við gerð næstu fjárhagsáætlunar, enda hefði hækkunin ekki komið til útgreiðslu á þessu ári vegna ofgreiðslu á fyrra ári.