Ráðningar í Menningarhúsið Tjarnarborg

Málsnúmer 1206031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 262. fundur - 26.06.2012

Á 53. fundi Menningarnefndar, 20. júní s.l. var farið yfir umsóknir vegna starfa í Menningarhúsinu Tjarnarborg.

Um 50% ræstingastarf sóttu:
Aldís Vala Gísladóttir
Elín Elísabet Hreggviðsdóttir og
Guðlaugur Magnús Ingason.

Menningarnefnd lagði til að Elín Elísabet Hreggviðsdóttir yrði ráðin í 50% ræstingarstarf.

Um 50% starf forstöðumanns sóttu:
Hafdís Ósk Kristjánsdóttir
Diljá Helgadóttir
Guðlaugur Magnús Ingason og
Kristinn J. Reimarsson.

Kristinn J. Reimarsson dró umsókn sína til baka.

Menningarnefnd lagði til að Diljá Helgadóttir yrði ráðin í 50% starf forstöðumanns Menningarhússins Tjarnarborgar.
Ásdís Pálmadóttir sat hjá.

Bæjarráð samþykkir tillögu menningarnefndar.