Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41. fundur - 11. júní 2012

Málsnúmer 1206004F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 13.06.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41

    Á 137. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar þann 31. maí sl., var tekið fyrir neðangreint erindi.
    Lokun vegar við Hannes Boy sjá bréf dags 24. maí undirritað af Finni Yngva Kristinssyni.

    Sækir hann fyrir hönd Rauðku ehf. um leyfi til þess að loka fyrir umferð framan við Hannes Boy og út fyrir strandblakvöllinn. Skipulagsnefndin leggur til að gatan verði gerð að vistgötu á þessum kafla.

    Hafnarstjórn telur rétt að minna á fyrri bókanir og telur ekki tímabært að gatan verði gerð að vistgötu.

    Hafnarstjórn telur eðlilegt að minna á áherslu hafnarstjórnar er varðar einstefnu og tímatakmarkanir eins og áður var bókað.

    Hafnarstjórn telur rétt að um helgar og við stærri atburði þá sæki aðilar um frekari lokanir á götunni.

    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar hafnarstjórnar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41
    * Móttaka skemmtiferðaskipa.
    Anita Elefsen gerði hafnarstjórn grein fyrir ráðstefnu sem hún sótti fyrir Fjallabyggð á Flúðum er varðar skemmtiferðasiglingar til landsins. Bein markaðssetning er best að hennar mati og telur rétt að stjórnin beini spjótum sínum að minni skipum. Hún telur einnig rétt að við leggjum áherslu á minni skip frá Evrópu. Við getum búist við tveimur skipum í sumar, en verðum að endurskoða gjaldskrá og setja upp fast gjald á farþega.
    Tillaga er um að Síldarmynjasafnið leggi til starfskraft, en bæjarfélagið leggur til markaðssetningu hafnarinnar með framlagi til þriggja ára með sem nemur einni m.kr.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að umrædd upphæð verði tryggð í áætlun 2013.
    Hafnarstjórn felur Anitu að vinna áfram að þessu verki.

    * Búnaður síldarverksmiðjunnar verður fluttur erlendis á næstu dögum. Skipið mun koma til bæjarfélagsins á morgun þriðjudag. Um er að ræða flutning á um 340 tonnum og eru áætlaðar tekjur um 1350 þús.

    * Framkvæmdir við Snorrabraut ganga vel og eru þær á áætlun. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með framkvæmdina.

    * Hafnarstjórn leggur áherslu á umgengni á hafnarsvæðinu og beinir þeim tilmælum til útgerðaraðila og notenda að ganga snyrtilega um.

    * Hafnarstjórn telur rétt að minna á áður útgefið leyfi fyrir beitningagámi á Óskarsbryggju sem rann út í september á s.l. ári.

    * Hafnarstjórn óskar eftir upplýsingum um orlof og launaþróun á hafnarsvæðinu.
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Ólafur H. Marteinsson, Egill Rögnvaldsson, Ingvar Erlingsson og Sigurður Valur Ásbjarnarson.<BR>Tillaga forseta um að vísa fyrsta lið í minnisblaði, um framlag vegna markaðssetningar hafnarinnar í tengslum við móttöku skemmtiferðaskipa, til næstu fjárhagsáætlunargerðar var samþykkt með 9 atkvæðum.<BR>Afgreiðsla 41. fundar hafnarstjórnar staðfest að öðru leyti á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41



    Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar til apríl. Yfirlitið gefur til kynna að afkoma hafnarinnar er betri en áætlun gerði ráð fyrir sem nemur 2.7 m.kr.
    Ljóst er að rafmagnskaup og þar með sala hefur aukist en tekjur hafnarinnar hafa aukist frá fyrra ári.  Á árinu 2011 var samtals landað um 4571 tonni í 1071 löndunum, en það sem af er ársins 2012, 6391 tonni í 1395 löndunum.

    Lagt fram til kynningar.

    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar hafnarstjórnar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41
    Lagður fram undirritaður samningur á milli hafnarstjórnar og Árna Helgasonar ehf.
    Fram kom á fundinum að framkvæmdirnar væru hafnar og ganga þær vel.
    Gert er ráð fyrir að þeim ljúki eigi síðar en 15. september eins og fram kemur í samningi þessum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar hafnarstjórnar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 41
    Engar fréttir af þessu máli - frestað til næsta fundar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 41. fundar hafnarstjórnar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.