Umsóknir í Styrktarsjóð EBÍ 2012

Málsnúmer 1205068

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 259. fundur - 31.05.2012

Tilgangur Styrktarsjóðs EBÍ er að styrkja með fjárframlögum sérstakar athuganir og rannsóknir á ýmsum þróunarþáttum í atvinnulífi, samgöngum, og fræðslu - og menningarmálum aðildarsveitarfélaga.
Aðildarsveitarfélögum EBÍ er gefinn kostur á að senda inn eina umsókn í sjóðinn vegna sérstakra framfaraverkefna.  Umsóknarfrestur er til ágústloka.
Bæjarráð felur deildarstjórum að kanna með verkefni sem hæfa umsóknarskilmálum.