Náttúruverndarnefndir sveitarfélaga

Málsnúmer 1205049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 261. fundur - 19.06.2012

Lagðir fram minnispunktar umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar sem lagðir voru fram til umræðu á 127. fundi skipulags- og umhverfisnefndar í desember á s.l. ári.

14. maí sendir umhverfisfulltrúi minnispunkta sína á bæjarstjórnir Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar og hefur Dalvíkurbyggð svarað erindinu í bréfi dagsettu 24. maí s.l.

Þar kemur fram að bæjarráð Dalvíkurbyggðar vísar erindinu til umhverfisráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt að fresta málinu til næsta fundar.