Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Málsnúmer 1205007F
Vakta málsnúmer
.1
1205037
Opnunartími íþróttamiðstöðva sumar 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Haukur Sigurðsson forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar sat undir þessum lið. Farið var yfir opnunartíma íþróttamiðstöðva í sumar. Nefndin samþykkir tillögu forstöðumanns um opnun í sumar:
Siglufjörður:
Mánudagur og miðvikudagur: 06:30 - 19:45
Þriðjudagur og fimmtudagur: 06:30 - 12:00 og 15:00 - 19:45
Föstudagur: 06:30 - 18:45
Laugardagur: 14:00 - 18:00
Sunnudagur: 14:00 - 18:00
Ólafsfjörður:
Mánudaga - fimmtudaga 06:30 - 19:45
Föstudagur 06:30 - 18:45
Laugardagur 10:00 - 18:00
Sunnudagur 10:00 - 18:00
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.2
1203046
Umgengnisreglur á sparkvöllum Fjallabyggðar
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að reglum fyrir sparkvelli Fjallabyggðar. Ungmennaráð Fjallabyggðar hefur nú þegar fjallað um reglurnar og gerir ekki athugasemdir. Frístundanefnd gerir ekki athugasemdir við reglurnar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.3
1203058
Skráningarkerfið TÍM
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti áhugavert skráningarkerfi sem unnið hefur verið af Stefnu hugbúnaðarhúsi. Slíkt kerfi gæti haldið utanum allar æfingar íþróttafélaga, notkun frístundastyrkja sem og það gæti notast til almmennrar innheimtu á æfingargjöldum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.4
1205034
Frístundaakstur sumarið 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Farið var yfir stöðuna varðandi akstur sumarsins. Samkvæmt samningi er gert ráð fyrir 3 ferðum á dag í hvora átt, alla virka daga. Íþrótta- og tómstundafulltrúi lagði fram drög frá Knattspyrnufélaginu um þeirra æfingar í sumar. Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun klára töfluna á næstu dögum.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.5
1203082
Rekstraryfirlit 29. febrúar 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Lagt fram til kynningar rekstaryfirlit til 29. febrúar 2012.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.6
1204105
Rekstraryfirlit 31. mars 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Lagt fram rekstraryfirlit til 31. mars 2012. Íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála. Ljóst er að það þarf aukið fjármagn á knattspyrnuvelli, þar sem sjálfskipting í sláttuvél vallanna er ónýt. Einnig hefur KF óskað eftir því að byggðar verði fleiri girðingar meðfram völlunum.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun gera minnisblað þess efnis og leggja fyrir bæjarráð.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.7
1205017
Rekstraryfirlit Skíðasvæðisins í Skarðsdal veturinn 2011/12
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Lagðar fram til kynningar rekstrartölur vetrarins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.8
1205033
Rekstraryfirlit Skíðasvæðisins í Tindaöxl veturinn 2011/12
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Lagðar fram til kynningar rekstrartölur vetrarins.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.9
1204063
Skíðafélag Ólafsfjarðar og Fjallabyggð - Samningur 2012
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Lagður fram til kynningar samningur við Skíðafélag Ólafsfjarðar um umsjón með skíðasvæðinu í veturinn 2011/12.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.10
1205036
Rekstrarfyrirkomulag íþróttasvæða í Fjallabyggð
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Samningar um rekstur á skíðsvæðinu í Ólafsfirði og knattspyrnuvalla í Fjallabyggð eru að renna út núna í haust og þarf því að gera ráðstafanir varðandi rekstur svæðanna næsta vetur og sumar. Nefndin leggur til að kannaður verði áhugi Skíðafélags Ólafsfjarðar um rekstur skíðasvæðisins í Tindaöxl og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um rekstur knattspyrnusvæða Fjallabyggðar.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
.11
1204048
Ályktun ungmenna frá rástefnunni Ungt fólk og lýðræði
Frístundanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15. maí 2012
Lögð fram til kynningar ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Hvolsvelli. Tveir fulltrúar ungmennaráðs ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa sátu ráðstefnuna.
Bókun fundar
Afgreiðsla 53. fundar frístundanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.