Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 15. maí 2012

Málsnúmer 1205005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 79. fundur - 13.06.2012

Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1106055 Koma skemmtiferðaskipa
    Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 15. maí 2012
    Markaðssetning hafnarinnar, með tilliti til komu skemmtiferðaskipa.
    Formaður hefur fundað með Ágústi Ágústssyni markaðsstjóra Faxaflóahafna og Cruise Iceland nýverið.  Ágúst leggur til að í byrjun verði farið í ódýra og beina markaðssetingu á valin skipafélög og verkefnið edurskoðað eftir þrjú ár. Síldarminjasafnið hefur boðist til að leggja til starfsmann í markaðsmál þann tíma.     
    Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1202099 Lokun á Aðalgötu Siglufirði yfir sumarið
    Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 15. maí 2012
    Lokun á Aðalgötu Siglufirði yfir sumarið til reynslu.  Talað hefur verið við alla verslunar- og veitingamenn við götuna um lokun götunnar frá Túngötu að Grundargötu en akstursleið verði eftir Lækjargötu, lokunin verði frá 15. júní til 15. ágúst.
    Allir þjónustuaðilar við götuna taka erindinu fagnandi. Nefndin leggur til að þessi tilraun verði gerð í sumar.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Margrét Ósk Harðardóttir, Sólrún Júlíusdóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Margrét Ósk Harðardóttir lagði fram tillögu um að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.<BR>Tillaga samþykkt með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
  • .3 1110027 Undirskriftarlisti vegna tjaldsvæða á miðbæjarsvæði
    Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 15. maí 2012
    Tjaldsvæðin á Siglufirði eru við miklar umferðagötur, þar er öryggi tjaldbúa ófullnægjandi með öllu. Umferð hefur aukist mjög mikið með tilkomu Héðinsfjarðarganga og Siglufjörður að verða með fjölsóttari ferðamannastöðum á landinu. Nefndin leggur til að hugmyndir að nýtingu malarvallarins sem húsbílasvæði verði skoðaðar og samhliða vinnu við útivistarsvæði í Hólsdal verði þökur skornar þar og nýttar á völlinn. 
    Bókun fundar <DIV>Til máls tóku Margrét Ósk Harðardóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV>
  • .4 1204033 Frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld
    Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 15. maí 2012
    Að óbreittu er atvinnumálum Fjallabyggðar stefnt í voða með nýju kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.  Margar fjölskyldur í Fjallabyggð byggja lífsviðurværi sitt beint og óbeint á sjávarútvegi.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.<BR>Bjarkey Gunnarsdóttir sat hjá.</DIV>
  • .5 1205045 Atvinnuleysi í Fjallabyggð - sumar 2012
    Atvinnu- og ferðamálanefnd Fjallabyggðar - 36. fundur - 15. maí 2012
    Umhverfisfulltrúi kynnti stöðu mála varðandi fjölda umsókna í fá störf hjá sveitarfélaginu.  Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun er umtalsvert atvinnuleysi í sveitarfélaginu. Nefndin lýsir yfir áhyggjum af stöðu mála og leggur til að sótt verði í átakið "Vinnandi vegur" sem Vinnumálastofnun stendur fyrir.
    Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Sólrún Júlíusdóttir, Ingvar Erlingsson og Egill Rögnvaldsson.<BR>Afgreiðsla 36. fundar atvinnu- og ferðamálanefndar staðfest á 79. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>