Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012

Málsnúmer 1205001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 78. fundur - 09.05.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Lagt fram bréf dags. í apríl, en þar er bæjarstjórnendum þakkað fyrir ómetanlegan stuðning við Síldarminjasafnið í þágu lands og þjóðar eins og það er orðað. Einnig er lögð fram til kynningar ársskýrsla stjórnar fyrir árið 2011 og rekstrar- og verkefnaáætlun fyrir árið 2012. Ársreikningur Síldarminjasafns Íslands ses. var einnig lagður fram til kynningar.
  Á þessu ári rennur út gildandi samningur Fjallabyggðar við safnið og óska stjórnendur safnsins eftir endurnýjun á umræddum samningi.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa nýjan samning og verður samningurinn endanlega samþykktur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Íþrótta- og tómstundafulltrúi leggur fram tillögu að gjaldskrá fyrir efri hæð að Ægisgötu 15 Ólafsfirði.
  Fram kemur að leiguverð er 1.200 kr. á fermetra á mánuði og er inn í leiguverði afnot af sal, eldhúsi og salernum, en leigjendur taka að sér þrif og ræstingar.
  Leiguverð á sal er 2.000 kr. p/klst. en langtímaleiga miðast við 5.000 kr. p/sólarhring.
  Útleiga og umsjón er á hendi íþrótta- og tómstundafulltrúa.
  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gjaldskráin verði samþykkt.
  Bókun fundar <DIV><DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um fyrirliggjandi uppsögn á starfi í þjónustumiðstöð bæjarfélagsins og breytingum þeim samfara.
  Bæjarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í umræddu minnisblaði og felur deildarstjóra tæknideildar að koma þeim ábendingum til framkvæmda.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram tillögu fræðslunefndar um að allir nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar hefji skóla á sama tíma næsta vetur eða kl. 08:00.
  Til þess að svo geti orðið, þarf að keyra nemendur frá Siglufirði á miðstigi kl.7:35 til Ólafsfjarðar, þ.e. á sama tíma og keyra þarf nemendur frá Ólafsfirði til Siglufjarðar.
  Ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun 2012.
  Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu á næsta fundi bæjarráðs eftir frekari viðræður við skólastjórnendur, fulltrúa fræðslunefndar og eiganda Suðurleiða.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson og Ingvar Erlingsson.<BR>Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til fullnaðarafgreiðslu í bæjarráði.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði í bréfi sínu fram beiðni skólastjóra leikskóla um úthlutun á stuðningskennslu fyrir tvö börn, en um er að ræða nánast heilt stöðugildi.
  Bæjarstjóri lagði fram tillögu að höfðu samráði við fræðslu og menningarfulltrúa um ákveðnar skipulagsbreytingar vegna framkominna óska um aukna þjónustu á þessu sviði.
  Bæjarráð samþykkir að segja upp núverandi stöðu iðjuþjálfa við skólann sem er 30% frá og með næstu mánaðarmótum og auglýsa nýtt 100% starf sem felur í sér þjálfun nemenda, ráðgjöf til starfsmanna og samskipti við foreldra og aðra aðila auk þess að halda utan um sérkennslu í leikskólanum. Nýr starfsmaður taki til starfa eftir sumarleyfi.
  Bæjarstjóra er falið að kanna, til næsta fundar, með áætlaðan kostnað og hvernig bæjarfélagið geti brugðist við umræddri breytingu þar sem ekki var gert ráð fyrir aukningu á starfshlutfalli á leikskólum bæjarfélagsins á árinu.
  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Egill Rögnvaldsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Sólrún Júlíusdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Ingvar Erlingsson.<BR>Í ljósi framkominna upplýsinga á fundinum samþykkir bæjarstjórn með 9 atkvæðum að vísa þessum dagskrárlið til frekari umfjöllunar í fræðslunefnd.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012

  Bæjarstjóri lagði fram undirritað samkomulag við Rauðku ehf. sem og tillögu að samþykktum fyrir Leyning ses.
  Bæjarstjóri fór yfir tildrög málsins en þau eru;

  Rauðka ehf. fyrirtæki starfandi í ferðamannaiðnaði vill auka fjölbreytni í þjónustu fyrir almenning og ferðamenn. Fjallabyggð hefur sýnt þessum framkvæmdum áhuga og samþykkti þann 28. febrúar 2012 að hefja skyldi viðræður milli Rauðku ehf. og félaga því tengdu um hugmyndir um fjárfestingar og uppbyggingu á Siglufirði og aðkomu Fjallabyggðar að því. Einnig var samþykkt að Valtýr Sigurðsson hrl. leiddi viðræðurnar sem oddamaður.

  Í fram komnum gögnum er gerð grein fyrir hverju verkefni fyrir sig, kveðið á um tímaáætlanir, skyldur samningsaðila og tryggingar fyrir efndum, tengingar verkefnanna innbyrðis og meðferð ágreiningsefna og vanefndaúrræða.

  Bæjarráð samþykkir samning og samþykktir eins og þær liggja fyrir fundinum og vísar þeim til bæjarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.

  Bókun fundar <DIV><DIV>Til máls tóku Bjarkey Gunnarsdóttir, Sigurður Valur Ásbjarnarson, Þorbjörn Sigurðsson og Ingvar Erlingsson.<BR>Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.</DIV></DIV>
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Lögð fram til kynningar verkefnisáætlun fyrir fötluð börn og ungmenni í Dalvíkurbyggð, sem mun þjóna öllu starfssvæði SSNV með áherslu á Dalvíkur- og Fjallabyggð.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Lagt fram til kynningar.
  Forseti bæjarstjórnar, Ingvar Erlingsson, mun sitja fundinn f.h. Fjallabyggðar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til mars 2012, annars vegar fyrir A- og B-hluta sveitarfélagsins svo og málaflokkayfirlit.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012

  Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 727. mál.
  Þess er óskað að undirrituð umsögn berist fyrir 8. maí nk.
  Lagt fram til kynningar.

  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Ábendingar KPMG lagðar fram til kynningar, sem og viðbrögð stjórnsýslu við góðum ábendingum
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 24. apríl 2012 lögð fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
 • Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur 3. maí 2012
  Fundagerðir 228. og 229. fundar stjórnar Eyþings, ásamt fundargerð stjórnar Eyþings og þingmanna Norðausturkjördæmis frá 3. febrúar lagðar fram til kynningar.
  Bókun fundar Afgreiðsla 256. fundar bæjarráðs staðfest á 78. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.