Beiðni um úthlutun stuðningskennslu til Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 1204088

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 256. fundur - 03.05.2012

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði í bréfi sínu fram beiðni skólastjóra leikskóla um úthlutun á stuðningskennslu fyrir tvö börn, en um er að ræða nánast heilt stöðugildi.

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að höfðu samráði við fræðslu og menningarfulltrúa um ákveðnar skipulagsbreytingar vegna framkominna óska um aukna þjónustu á þessu sviði.

Bæjarráð samþykkir að segja upp núverandi stöðu iðjuþjálfa við skólann sem er 30% frá og með næstu mánaðarmótum og auglýsa nýtt 100% starf sem felur í sér þjálfun nemenda, ráðgjöf til starfsmanna og samskipti við foreldra og aðra aðila auk þess að halda utan um sérkennslu í leikskólanum. Nýr starfsmaður taki til starfa eftir sumarleyfi.

Bæjarstjóra er falið að kanna, til næsta fundar, með áætlaðan kostnað og hvernig bæjarfélagið geti brugðist við umræddri breytingu þar sem ekki var gert ráð fyrir aukningu á starfshlutfalli á leikskólum bæjarfélagsins á árinu.