Spá um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði

Málsnúmer 1203065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 133. fundur - 22.03.2012

Lögð er fram skýrsla eftir Þorstein Jóhannesson verkfræðing varðandi spár um hækkun sjávarborðs á Siglufirði og Ólafsfirði.

Lagt fram til kynningar

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Lagðar fram upplýsingar frá Verkfræðistofu Siglufjarðar. Núverandi hækkun sjávar mælist um 1.5 mm á ári samkvæmt gögnum Siglingastofnunar. Meðalsig fyrir báða byggðarkjarna er um 3.4 mm á ári. Greinargerðin var unnin til að mynda umræðugrunn fyrir ákvarðanir í vinnu við aðalskipulag bæjarfélagsins.
Greinarhöfundur leggur áherslu á að við hönnun mannvirkja á næstu árum þurfi að gæta að hæðarsetningu m.t.t. þeirra þátta sem greinargerðin tekur á, þ.e. landsigi og hækkun sjávar, sem hér hafa verið nefndir.

Lagt fram til kynningar.