Skólamáltíðir 2012-2014

Málsnúmer 1202063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 260. fundur - 05.06.2012

Undir þessum lið vék Bjarkey Gunnarsdóttir af fundi og Þorbjörn Sigurðsson var í símasambandi og tók þátt í afgreiðslu þessa dagskrárliðar.
Í fundargerð 75. fundur fræðslunefndar frá 4. júní, kemur fram að opnun útboða vegna skólamáltíða hafi farið fram 30. maí sl..
Tilboð bárust frá Allanum - Sportbar á Siglufirði 850 kr. pr. nemanda/kennara,
Hótel Brimnesi, Ólafsfirði 685 kr. pr. nemanda og 980 kr. pr. kennara og Höllinni í Ólafsfirði 694 kr. pr. nemanda/kennara.
Fræðslunefnd leggur til að tilboði Allans verði tekið á Siglufirði og tilboði Hótels Brimness verði tekið í Ólafsfirði.
Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram kostnaðarupplýsingar vegna skólamáltíða næsta vetur og lagði til að verð foreldra hækki um 100 kr. pr. máltíð þar sem áætlaður kostnaður fyrir sveitarfélagið mun aukast um 2,5 milljónir á næsta ári samfara verðlagsbreytingum.
Fræðslunefnd leggur til að verð foreldra pr. máltíð verði 420 kr. í stað 380 kr. eins og verið hefur frá árinu 2009.


Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga fræðslunefndar er varðar skólamáltíðir verði samþykkt og að hlutur foreldra/aðstandenda verði ákvarðaður á fundi bæjarstjórnar í næstu viku.