Þjónustuskilti í Fjallabyggð

Málsnúmer 1202020

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 131. fundur - 22.02.2012

Lagt er til að sett verið upplýsingaskilti fyrir ferðafólk miðsvæðis í bæjarkjörnunum. Á skiltinu verða annarsvegar bæjarkort með upplýsingum um þjónustu í bænum s.s. gistingu, veitingar, afþreyingu, heilsugæslu o.fl. og hinsvegar verði yfirlitskort af firðinum með merktum göngu- og útivistamöguleikum. Jafnframt er lagt til að skoðað verði að setja upp sérstakt auglýsingaskilti þar sem þjónustuaðilar gætu keypt sér auglýsingarými.

Nefndin lýsir ánægju sinni með framkomnar hugmyndir og vísar erindinu til bæjarráðs vegna fjármögnunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 248. fundur - 28.02.2012

Í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar um tillögur að samræmingu, staðsetningu og óskum um áætlaðan kostnað við uppsetningu á upplýsingaskiltum fyrir ferðafólk miðsvæðis í bæjarfélögunum hefur skipulags- og umhverfisnefnd samþykkt tillögu sem tekur á nokkrum veigamiklum þáttum í þessu sambandi.

Kortin verði þrenns konar.

1. Bæjarkort með upplýsingum um gistingu, afþreyingu, heilsugæslu og fleira.

2. Yfirlitskort með göngu- og útivistarmöguleikum.

3. Auglýsingaskilti fyrir þjónustuaðila innan bæjar.

Bæjarráð fagnar framkomnum hugmyndum og telur staðsetningu í Ólafsfirði vera í góðu lagi, en óskar eftir annari tillögu að staðsetningu á Siglufirði þar sem fram komin tillaga er á mjög lokuðu svæði.

Bæjarráð samþykkir að vísa fjármögnun og uppsetningu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2013 en áætlaður kostnaður er um 1,5 m.kr.