Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31. janúar 2012

Málsnúmer 1201011F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 74. fundur - 08.02.2012

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram beiðni um stuðning við forvarnarstarf SAMAN - hópsins fyrir árið 2012. Um er að ræða samstarfsverkefni félagasamtaka og sveitarfélaga um forvarnir og velferð barna.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 10.000.- til verkefnisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram tvö bréf. Hið fyrra er dagsett 9. janúar og er undirritað af forstöðumanni Bóka og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar og er umbeðið álit til bæjarráðs á "hugleiðingum um bókakaffi og upplýsingamiðstöð í Ólafsfirði"
    Í niðurlagi bréfsins kemur fram það álit forstöðumannsins til bæjarráðs að ráðlegt sé að leita annarra leiða til að leysa húsnæðisvanda bókasafnsins í Ólafsfirði, áður en farið er í nánari útfærslu á þeim hugmyndum sem fram koma í áliti þessu.
    Síðara bréfið er dagsett 30. janúar og er undirritað af fyrirspyrjendum og eigendum að Strandgötu 2 í Ólafsfirði.
    Bréfritari fer yfir umbeðið álit, en leggur í lok bréfsins áherslu á jákvæð viðbrögð og þá von að aðilar setjist niður og ræði málin frekar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra hugmyndina ásamt hlutaðeigandi starfsmönnum Fjallabyggðar og eigendum Strandgötu 2.
    Bjarkey vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar <DIV>Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum.</DIV><DIV>Bjarkey Gunnarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.</DIV>
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Á 208. fundi bæjarráðs þann 29.03.2011 voru gerðar breytingar á innkaupareglum bæjarfélagsins. Bæjarstjóri lagði fram innkaupareglur frá Garðabæ til skoðunar og yfirferðar og benti á að í þeim reglum væri ýmislegt sem betur mætti fara í núgildandi innkaupareglum Fjallabyggðar.
    Bæjarráð óskar eftir tillögu frá bæjarstjóra að breytingum fyrir næsta fund bæjarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram beiðni um styrk við verkefnið Skólahreysti á árinu 2012. Um er að ræða verkefni til að auka hreyfingu unglinga og barna, að gera heilbrigðan og góðan lífstíl eftirsóknarverðan. Sótt er um styrk að upphæð kr. 50.000.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 10.000 til verkefnisins að þessu sinni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Þann 26. október 2011 sótti formaður Golfklúbbs Ólafsfjarðar um leyfi til breytinga á umræddum velli í samræmi við teikningar af svæði því sem Golfklúbburinn hefur fengið úthlutað.
    Skipulags- og umhverfisnefnd afgreiddi erindið á 125. fundi sínum þann 16. nóvember 2011.
    Bæjarráð hefur nú fengið staðfest að deiliskipulag vallarins er innan marka aðalskipulagsins og leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði staðfest.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá afnotasamningi við Golfklúbbinn og leggja fram til samþykktar hið fyrsta.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Embætti sýslumannsins á Siglufirði hefur borist umsókn um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Gistihúsið Hvanneyri í samræmi við 13. gr. sbr. 21.gr. laga nr. 85/2007. Embættið kallar eftir upplýsingum um hvort einhverjar athugasemdir séu gerðar við að rekstrarleyfið verði endurnýjað.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að erindið verði samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Bæjarstjóri lagði fram tölvupóst frá framkvæmdarstjóra Eyþings, þar sem hann kannar hvort Fjallabyggð sé tilbúin til að auka hlutafé sitt í Vaðlaheiðargöngum.
    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Fjallabyggð taki þátt í hlutafjáraukningu Vaðlaheiðaganga ásamt ríkinu og öðum sveitarfélögum á svæðinu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Bæjarstjóri lagði fram núverandi samning um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði Siglfirðinga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun dags. 11. janúar 2012, þar sem gerðar eru athugasemdir við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykki deiliskipulagsins við Snorragötu í B-deild Stjórnartíðinda, þar sem ekki liggur fyrir aðgerðaráætlun um aðgerðir sveitarstjórnar varðandi byggingu hótels á svæði A og B, skv. 18. og 19. gr. reglugerðar um hættumat.
    Bæjarstjóri upplýsti að hann hefði strax haft samband við Umhverfisráðuneytið og að verið sé að vinna umrædda aðgerðaráætlun í samræmi við áætlanir um ofanflóðavarnir. Fyrstu drög liggja nú fyrir og verða ræddar á næsta fundi skipulags- og umhverfisnefndar.
    Bæjarráð felur bæjarstjóra að koma umræddum framkvæmdum, í samstarfi við Ofanflóðasjóð, af stað strax þannig að undirbúningur geti farið fram á árinu 2012.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram til kynningar greinargerð á íslensku og þýðingu á því efni yfir á ensku.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Málþingið verður haldið á Akureyri 10. febrúar 2012 frá kl. 11.00 til 15.30 og eru sveitarstjórnarmenn hvattir til að taka þátt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • Bæjarráð Fjallabyggðar - 244
    Lögð fram til kynningar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 244. fundar bæjarráðs staðfest á 74. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.