Áætlun um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa frá skipum

Málsnúmer 1112009

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 38. fundur - 23.02.2012

Umhverfisstofnun sendir höfnum Fjallabyggðar bréf dagsett 29. nóvember s.l. þar sem lögð er áhersla á að gerð verði áætlun um möttöku og meðhöndlun á úrgangi frá skipum.

Samkvæmt reglugerð skal senda umrædda áætlun til staðfestingar í Umhverfisstofnun fyrir 15. mars 2012. Hafnarstjóri óskar eftir ábendingum hafnarstjórnar ef einhverjar eru til að lokið verði við umrædda áætlun fyrir tiltekinn tíma.

Hafnarstjórn óskar eftir tillögu um svör á næsta fund hafnarstjórnar. Miða skal við sambærileg svör annarra hafna og er hafnarstjóra falið að auglýsa eftir ábendingum í staðarfjölmiðlum.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 39. fundur - 15.03.2012

Umhverfisstofnun ætlar að staðfesta áætlanir fyrir 1. júní 2012, er varðar móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleiða frá skipum í samræmi við reglugerð nr. 792/2004.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að fyrirtækið Matvæla og gæðakerfi væri að vinna umhverfisstefnu fyrir bæjarfélagið.

Lagt fram til kynningar.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 40. fundur - 14.05.2012

Umhverfisstofnun hefur borist bréf Fjallabyggðar dags.16. mars sl. þar sem tilkynnt er um afgreiðslu hafnarstjórnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum.

Umhverfisstofnun kallar eftir afgreiðslu hafnarstjórnar á sértækri og lögbundinni áætlun hafnaryfirvalda um úrgang samkvæmt reglugerð nr.792/2004.

Hafnarstjóri lagði fram tillögu að slíkri áætlun og var hafnarstjóra og yfirhafnarverði falið að ganga frá áætlun í samræmi við fram komnar hugmyndir og tillögur.

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 44. fundur - 21.01.2013

Umhverfisfulltrúi og yfirhafnarvörður hafa unnið áætlun fyrir Fjallabyggðarhafnir og fóru þeir yfir áætlunina og samskipti sín við Umhverfisstofnun.

Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með framkomna áætlun og ekki síður að hún sé nú til staðar.