Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 3. fundur - 5. desember 2011

Málsnúmer 1112003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 71. fundur - 14.12.2011

Bæjarstjóri, Sigurður Valur Ásbjarnarson gerði grein fyrir fundargerð.

  • .1 1111032 Teikningar - Grunnskóli Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 3. fundur - 5. desember 2011
    Arkitektar Grunnskóla Fjallabyggðar mættu á fund nefndarinnar.
    Fram kom að allar ábendingar sem komu fram hjá nefndinni á síðasta fundi, hafa verið samþykktar af hönnuðum og eru þær komnar til framkvæmda.
    Skólabókasafnið hefur þó ekki verið afgreitt.
     
    Farið var yfir teikningar.  Fram komu ábendingar og voru þær færðar til bókar sem hér segir:
    1.  Tvöföld hurð verði sett til norðurs með hjálparátaki og að hún opnist inn.
    2.  Ákveðið að sleppa endagluggum á efri og neðri hæð á norðurhlið.
    3.  Neðsti hluti hurða verði ekki með gleri.
    4.  Stigi er steyptur.
    5.  Heilar hurðir í kennslurýmum.
    6.  Óþarfi er að setja eldavél í eldhús kennara.
    7.  Eldhús verði minnkað sem því nemur.
    8.  Neðri gluggar á gafli eru samþykktir í samræmi við tillögur arkitekta, en nefndin leggur áherslu á að efri gluggi sé í sarmæmi við glugga á fjölnotasal.
    9.  Nefndin leggur áherslu á að gluggasetningin á norðurhlið verði eins og á eldri byggingu, þ.e. að opnanlega fagið verði að vestanverðu. 
    10.Búið er að setja neiðarútgang úr vélasal.
     
    Í eldra húsnæði komu fram tillögur sem nefndin lagði blessun sína á m.a.:
    1.  Eldhúsið nær óbreytt.
    2.  Skógeymsla sett á betri stað í samræmi við fram komnar ábendingar.
    3.  Lyfta sett á nýjan stað - minni og er betur fyrir komið.
    4.  Hurð færð til inn í sérgeymslu.
    5.  Snyrtingar og geymslur samþykktar.
    6.  Tvær stofur verða gerðar úr þremur á efri hæð.
    7.  Geymsla verði sett inn í blautrými á efri hæð í stað ganga.
     
    Arkitektar telja að útboðsgögn verði tilbúin til skoðunar fyrir byggingarnefnd um jól.
    Nefndin hefur því tíma á milli jóla og nýárs að gera athugasemdir.
    Ofanritaðar ábendingar samþykktar samhljóða. 
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
  • .2 1111031 Verkhönnunarfundir vegna Grunnskóla Fjallabyggðar - Ólafsfirði
    Byggingarnefnd Grunnskóla Fjallabyggðar - 3. fundur - 5. desember 2011
    Lagðar fram fjórar verkfundargerðir þ.e.:
    1.  Nr. 4, frá 08.11.2011.
    2.  Nr. 5, frá 22.11.2011. 
    3.  Nr. 6, frá 25.11.2011.
    4.  Nr. 7, frá 29.11.2011.
     
    Nefndin gerir ekki athugasemdir við fundagerðirnar.
     
    Bókun fundar Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar Grunnskóla Fjallabyggðar var staðfest á 71. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.