Styrkumsóknir 2012 - Ýmis mál

Málsnúmer 1110107

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 238. fundur - 29.11.2011

  • Systrafélag Siglufjarðarkirkju.
    Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
  • Herhúsfélagið vegna Gránufélagshúss.
    Erindi hafað.
  • Stígamót.
    Erindi hafnað.
  • Kiwanisklúbburinn Súlur vegna viðhalds húsnæðis.
    Erindi hafnað.
  • Foreldrafélag Leikhóla.
    Erindi hefur fengið afgreiðslu í fræðslunefnd.
  • Björgunarsveitirnar Tindur og Strákar.
    Erindi vegna búnaðarstyrks og rekstrar.
    Gerð er tillaga í fjárhagsáætlun 2012 um 500 þúsund á hvora björgunarsveit.
  • Félag eldri borgara í Ólafsfirði.
    Erindi vegna viðhalds er hafnað.
  • Siglufjarðarkirkja vegna barnastarfs.
    Bæjarráð samþykkir 50 þúsund kr.
  • Samtök um kvennaathvarf.
    Erindi hafnað.
  • Sambýlið Siglufirði vegna rekstrar bifreiðar.
    Bæjarráð samþykkir 300 þúsund kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 258. fundur - 22.05.2012

Aflið, samtök gegn kynnferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sækir um fjárhagsaðstoð til að geta veitt þjónustu til þeirra sem til félagsins leita.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur að upphæð kr. 40.000.- til félagsins.