Skynörvunarherbergi

Málsnúmer 1110059

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 61. fundur - 19.01.2012

Lögð fram greinargerð um svokallað skynörvunarherbergi í húsnæði Iðju dagvistar. Um er að ræða sérútbúna aðstöðu til að þjálfa og örva heyrn, sjón og snertiskynjun. Fötluðu fólki í Fjallabyggð og nágrenni ásamt fötluðum börnum í grunn- og leikskóla Fjallabyggðar mun standa til boða að nýta sér þessa einstöku þjálfunaraðstöðu. Kostnaður við búnaðinn er að mest leyti fjarmagnaður með áheitafé sem safnaðist þegar Þórir Kristinn Þórisson, fyrrverandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hjólaði frá Reykjavík til Siglufjarðar s.l. sumar til styrktar Iðju dagvist fatlaðra.
Kiwanisklúbburinn Skjöldur á Siglufirði hefur boðist til að taka að sér að koma búnaðinum fyrir.
Félagsmálanefnd fagnar þessu merka framtaki og vill færa Þóri Kr. Þórissyni bestu þakkir fyrir sitt merka framtak og sömuleiðis eru kiwanismönnum færðar bestu þakkir fyrir aðstoðina. Stefnt er að því að aðstaðan verði komin í gagnið 2. febrúar n.k. á 20 ára afmælisdegi Iðjunnar.