Almenningssamgöngur Siglufjörður - Akureyri

Málsnúmer 1108016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 225. fundur - 09.08.2011

Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt og eðlilegt að óska eftir viðræðum við fulltrúa Vegagerðar ríkisins um almennings samgöngur á utanverðum Tröllaskaga í ljósi breytinga í samgöngumálum með tilkomu Héðinsfjarðargangna. Megin áherslan er á tengingu Fjallabyggðar við Akureyri þ.e. frá Siglufirði um Ólafsfjörð og Dalvíkurbyggðir til höfuðstaðar Norðurlands. Bæjarfélagið mun auk þess taka upp viðræður við nágrannasveitarfélög um almenningssamgöngur á Eyjafjarðarsvæðinu. Ljóst er að bæjarráð Fjallabyggðar leggur þunga áherslu á að samkomulag um samgöngur verði undirritaðar fyrir skólabyrjun þar sem nemendur framhaldskólans treysta á að fundin verði lausn á þessum vanda.