Kostnaður vegna malbikunar á plani við Lækjargötu 14

Málsnúmer 1107097

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 226. fundur - 23.08.2011

Hjalti Einarsson óskar eftir staðfestingu á að Fjallabyggð greiði sinn hlut í kostnaði við malbikun á plani við Lækjargötu 14. samkvæmt eignaskiptasamningi.

Bæjarráð telur rétt og eðlilegt að eignaraðilar greiði allan slíkan kostnað í samræmi við eignaskiptasamning, enda eru þeir gerðir í slíkum tilgangi.

Bæjarráð mun taka málið til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Lögð er áhersla á að aðilar fari yfir þann kostnað sem þegar hefur fallið á framkvæmdir við umrædda sameign og er tæknideild falið að leggja fram uppgjör og drög að samningi fyrir bæjarráð til samþykktar sem tekur mið af fjárhagsáætlun næsta árs. Áætlaður heildarkostnaður Fjallabyggðar gæti orðið um kr. 1.200.000.-