Styrktarsamningur - ósk um viðræður

Málsnúmer 1107025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 222. fundur - 19.07.2011

Gásakaupstaður ses. óskar eftir viðræðum við Fjallabyggð um gerð styrktarsamnings við sjálfseignarstofnunina sem tæki gildi um næstu áramót.

Megin bakhjarlar sjálfseignarstofnunarinnar hafa verið sveitarfélögin í Eyjafirði og sjálfboðaliðar.

Bæjarráð telur rétt að vísa erindinu til gerðar næstu fjárhagsáætlunar og felur bæjarstjóra að kanna frekar aðkomu bæjarfélaga að starfseminni.