Hjólað fyrir Iðju dagvist

Málsnúmer 1106119

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 219. fundur - 28.06.2011

Dagana 21. júní til 24. júní 2011 hjólaði Þórir Kr. Þórisson fyrrverandi bæjarstjóri í Fjallabyggð frá Seltjarnarnesi til Siglufjarðar og safnaði í leiðinni fyrir sérhæfðum búnaði fyrir "skynörvunarherbergi“ í nýju húsnæði Iðju/dagvistar við Aðalgötu 7 á Siglufirði.
Iðja/dagvist í Fjallabyggð veitir fólki þjálfun, umönnun, afþreyingu og vinnu við létt verkefni sem vegna fötlunar sinnar þurfa sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu.

Fyrir bæjarráði liggur þakkarbréf frá aðstandendum söfnunarinnar, þeim Þóri Kr. Þórissyni, Erlu Bjartmarz og Guðmundi Guðlaugssyni fyrir stórkostlegar móttökur við komu þeirra til Siglufjarðar og stuðning við söfnunina.
Samkvæmt bréfinu hefur nú safnast rúmlega 1,4 milljónir.

 

Bæjarráð þakkar aðstandendum söfnunarinnar fyrir frábært framtak.