Umsókn um bráðabirgða framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1106086

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 23.06.2011

Ólafur Kárason og Ingvar Kr. Hreinsson fyrir hönd Golfklúbbs Siglufjarðar sækja um framkvæmdaleyfi til bráðabirgða fyrir hönd óstofnaðs félags um uppbyggingu nýs golfvallar í Hólsdal.  Framkvæmdaleyfið verði einskorðað við malarnámu og afmarkað af tæknifræðingi Fjallabyggðar.  Framkvæmdaaðilar leggja mikla áherslu á að geta byrjað vinnu við völlinn sem fyrst svo ekki komi til tafa á opnun, en áætlanir gera ráð fyrir að völlurinn verði opnaður árið 2014.

Nefndin getur ekki orðið við beiðninni þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir.