Lóð fyrir ofan Laugarveg 28 Siglufirði

Málsnúmer 1106029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 116. fundur - 23.06.2011

Katrín Dröfn Haraldsdóttir Laugarvegi 28, Siglufirði óskar eftir að sveitarfélagið setji fullnægjandi drenlögn ofan við lóðina, sem er í eigu sveitarfélagsins.  Í lóðinni fyrir ofan Laugarveg 28 er uppspretta og mikill vatnsagi sem rennur inn á lóðina við, auk þess sem snjó af Suðurgötu er mokað á lóðina þannig að á vorin er ástandið mjög slæmt.

Deildastjóra tæknideildar er falið að meta aðstæður og koma með tillögu að úrbótum.