Rútuakstur milli byggðakjarna í Fjallabyggð sumarið 2011

Málsnúmer 1105078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 214. fundur - 17.05.2011








Lagðar fram upplýsingar um æfingar fyrir sumarið 2011 frá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar en þær leggja í raun grunn að aksturs- og tímatöflu bæjarfélagsins.


Bæjarstjóri óskaði eftir minnisblaði frá íþrótta og tómstundafulltrúa um lausn á akstri bæjarfélagsins í sumar.


 


1. Tillagan yrði að byggja á forsendum bæjarráðs frá því í vetur við gerð fjárhagsáætlunar um að Fjallabyggð muni annast akstur milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar alla virka daga í sumar.


2. Tillagan yrði að taka mið af útboði frá því í vetur, en þar er gert ráð fyrir ákveðnum ferðafjölda á dag.


3. Tillagan yrði að miðast sem mest við framkomnar þarfir KF.


 


Niðurstaða íþrótta- og tómstundafulltrúa til bæjarráðs er eftirfarandi:


1. Ekið verður alla virka daga, eknar verði 32 ferðir, frá mánudegi til og með fimmtudags, sem er 2 ferðum meira en útboðið gerði ráð fyrir.
2. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að finna lausna á föstudagsferðum.