Úttekt á slysavörnum í höfnum Fjallabyggðar

Málsnúmer 1102153

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 31. fundur - 06.04.2011

Lagðar fram upplýsingar um úttekt á slysavörnum í höfnum Fjallabyggðar sem gerðar voru 23.02.2011.

Siglingastofnun sá um úttektina í samræmi við reglugerð nr. 247/2000 og áorðnum breytingum.

Málið kom lítillega til umræðu á síðasta fundi en nú hafa borist ábendingar um lagfæringar.


Athugasemdir við Siglufjarðarhöfn eru;

1. Vantar stiga á hafnarbryggju

2. Yfirfara línur á bjarghringjum

3. Mála þarf stiga á flotbryggjum

4. Vantar eitt björgunarnet og Björgvinsbelti

5. Vantar tvo króksstjaka


Athugasemdir við Ólafsfjarðarhöfn eru;

1. Bjölluskápa vantar fyrir allt hafnarsvæðið

2. Yfirfara þarf línur við alla bjarghringi

3. Vantar ljós í stiga

4. Vantar hindranir við sjó vegna bílaumferðar

5. Vantar stiga á flotbryggju

6. Vantar tvö björgunarnet

7. Vantar fjóra króksstjaka


Hafnarstjóri lagði fram ástandsúttektir Siglingastofnunar.

Yfirhafnarvörður hefur nú þegar keypt þá hluti sem ábendingar Siglingastofnunar kveða á um.

Verið er að setja upp búnaðinn og lagfæra í samræmi við framkomnar óskir.

 

Hafnarstjórn felur yfirhafnarverði að sjá um fram komnar ábendingar fyrir uppgefinn frest.

 

Hafnarstjórn Fjallabyggðar - 32. fundur - 18.05.2011

Lagt fram bréf frá Siglingastofnun frá 11.04.2011 er varðar ástandskoðun á öryggisbúnaði hafna í Fjallabyggð.

Fram kemur í bréfinu að Siglingastofnun hefur móttekið bréf hafnarstjóra dags. 07.04.2011.

Siglingastofnun lýsir yfir ánægju með hve fljótt og vel hefur verið brugðist við þeim athugasemdum sem gerðar voru við ástandsskoðun hafna 23.03.2011.

Lagt fram til kynningar.