Atvinnuátaksverkefni Skógræktarfélags Íslands árið 2011

Málsnúmer 1102137

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 204. fundur - 01.03.2011

Umhverfisfulltrúi vakti athygli á því að undanfarin tvö ár hefur Skógræktarfélag Íslands staðið fyrir atvinnuátaksverkefni í samstarfi við Samgönguráðuneytið, staðbundin skógræktarfélög, sveitarfélög og Vinnumálastofnun.
Nú í ár hefur verið ákveðið að ráðast í seinni hluta verkefnisins og þar með á að standa við upphafleg fyrirheit um að skapa 220 störf fyrir atvinnulaust fólk. Ætlunin er að skapa allt að 125 ársverk eða um 1500 mannmánuði á árinu 2011.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar telur rétt að kanna vilja skógræktarfélaga í Fjallabyggð er varðar umræddar hugmyndir.