Varðar byggðakvóta

Málsnúmer 1102090

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 203. fundur - 22.02.2011

Lagt fram til kynningar.  Átta smábátasjómenn í Ólafsfirði fara þess á leit við sveitarfélagið, að það kynni sér þá umræðu sem fram hefur farið um úthlutun byggðarkvóta í sveitarfélögum austan við okkur og hvort hægt verði að fara svipaða leið og verið er að tala um í sveitarfélaginu Vopnafirði. 

Erindið of seint fram komið þar sem frestur til að sækja um sérreglur rann út í janúar sl.

Bæjarráð hvetur bréfritara til að sækja um úthlutun á byggðarkvóta til Fiskistofu.