Fundur félagsmálanefndar, 04.02.2011

Málsnúmer 1102081

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15.02.2011

Formaður félagsmálanefndar, Sólrún Júlíusdóttir leggur fram eftirfarandi bókun:


Á fundi bæjarstjórnar dags., 09.02.2011 var fjallað um bókun félagsmálanefndar við sölu á íbúðum í eigu Fjallabyggðar. 


Það er miður að efnisleg umræða átti sér nánast ekki stað, þess heldur var fundarboðun gerð að aðalatriði fundarins. 


Í erindisbréfi félagsmálanefndar stendur eftirfarandi: ,,Fundir skulu boðaðir með bréfi eða tölvupósti með minnst tveggja sólarhringa fyrirvara.  Komi upp brýn mál sem krefjast skjótrar úrlausnar félagsmálanefndar getur fyrirvari um fundarboðun þó verið skemmri."  Þessa heimild er ekki að finna í samþykktum Fjallabyggðar.  Þrátt fyrir þetta setur Bæjarstjórn nefndum erindisbréf til að vinna eftir, það er því varla við nefndina að sakast ef erindisbréfið stangast mögulega á við samþykktir. 


Öllum ætti að vera ljóst, sú nauðsyn að félagsmálanefnd sé heimilt að kalla til fundar með stuttum fyrirvara, ef brýn mál eru, enda starfar nefndin oft með mjög persónuleg mál sem þola ekki bið. 


Á bæjarstjórnafundinum óskaði ég eftir því að mín sjónarmið yrðu bókuð, þetta gerði ég áður en ég undirritaði fundargerðina, það samþykkti forseti, fundarritari og ónefndur bæjarfulltrúi.  Þegar fundargerðin er síðan send bæjarfulltrúum til samþykktar er því mótmælt að mínu sjónarmiði yrði bætt við fundargerðina og því er ég knúin til þess að koma með eftirfarandi bókun:


Þriðjudagskvöldið 1. febrúar sl., fékk ég símtal frá aðstandanda, þar var mér tjáð að sent hafið verið bréf til aðila sem alls ekki átti að fá bréf þar sem þess var getið að Fjallabyggð ætlaði mögulega að selja 17 íbúðir.  Þessi bréf áttu auðvitað einungis að fara til 17 aðila, en fóru til 43 aðila, sem allir skildu bréfið á þann hátt að það ætti að fara að selja íbúðina sem þeir byggju í, en þeim væri boðinn forkaupsréttur.  Ég hringdi strax á miðvikudagsmorgun í forseta bæjarstjórnar og hann kom því þannig fyrir að tafarlaust yrði þetta leiðrétt af hálfu bréfaritara.  Þegar ég frétti seinnipartinn á fimmtudag að leiðréttingin var ekki framkvæmd með þeim hætti að draga úr óvissu hjá fólki, þar sem haft var samband við fólkið og spurt hvort það ætlaði að nýta sér forkaupsrétt, þá var ekki annað í boði en að boða til fundar tafarlaust.  Það var mat mitt, starfsmanna félagsþjónustunnar og þeirra nefndarmanna sem mættu á þennan fund að tilefni fundarins hafi verið afar brýnt og nauðsynlegt að eyða allri óvissu meðal íbúa fyrir komandi helgi, þannig að fundurinn fór fram kl. 17 á föstudegi og fundargerð var komin inn á netið kl. 19 sama dag.