Breyting á 10. og 13. grein reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar

Málsnúmer 1102060

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 53. fundur - 15.02.2011

Félagsmálanefnd samþykkir að eftirfarandi breytingar verði gerðar á 10. og 13. gr. reglna um úthlutun leiguíbúða Fjallabyggðar:

a)    Fyrsta málsgrein 10. greinar verði svo hljóðandi:  ,,Heimilt er að veita undanþágu frá skilyrðum 9. gr. um lögheimili og eigna- og tekjuviðmið við eftirfarandi aðstæður."

b)    Fyrsta málsgrein 13. greinar verði svo hljóðandi:  ,,Umsækjandi um leiguíbúð í Hvanneyrarbraut 42, Ólafsvegi 32 og Skálarhlíð skal vera 60 ára eða eldri auk þess að uppfylla skilyrði þess að geta búið sjálfstæðri búsetu.  Heimilt er að víkja frá ákvæði um aldursmörk ef sérstakar aðstæður mæla með því samkvæmt mati starfshóps um úthlutun leiguíbúða."