Hraðahindrun á mótum Aðalgötu og Ægisgötu Ólafsfirði

Málsnúmer 1010088

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 101. fundur - 25.10.2010

Íbúar við Aðalgötu í Ólafsfirði óska eftir að sett verði upp hraðahindrun á mótum Aðalgötu og Ægisgötu, vegna stór aukinnar umferðar með tilkomu Héðinsfjarðargangna. Nefndin telur eðlilegt að setja upp hraðahindrun og gangbraut á gatnamótunum og jafnframt á milli menntaskóla og hótels. Hraðahindranirnar verði hlaðnar í sama stíl og sú sem Vegagerðin setur upp við enda Aðalgötu. Þetta verði framkvæmt við fyrsta tækifæri.