Aukið starfshlutfall skólaliða í tengslum við skólaakstur

Málsnúmer 1008099

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 181. fundur - 24.08.2010

Í erindi sínu óskar skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar eftir 35% stöðuheimild fyrir aukið starfshlutfall skólaliða vegna gæslu í skólabílnum sem ekur nemendum frá Ólafsfirði til Siglufjarðar.
Bæjarráð samþykkir erindið og vísar til endurskoðunar fjárhagsáætlunar 2010.