Aukning hlutafjár í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 1008091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 181. fundur - 24.08.2010

Í erindi Greiðrar leiðar ehf.  frá 18. ágúst s.l. er óskað eftir því að hluthafar taki afstöðu til viljayfirlýsingar um aukningu hlutafjár, allt að 100 milljónir, í hlutfalli við hlutafjáreign sína í félaginu, vegna þátttöku Greiðrar leiðar ehf. í stofnun hlutafélags með Vegagerðinni um Vaðlaheiðargöng.
Stefnt er að því að hlutafjáraukningin fari fram innan 2ja ára frá stofnun félagsins.

Fjallabyggð á nú 0,07% hlut í Greiðri leið ehf.
Þannig yrði fjárframlag sveitarfélagsins allt að 70.000 kr. m.v. viljayfirlýsinguna.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu til stjórnar Greiðrar leiðar ehf og vísar ákvörðuninni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.