Ósk um lausn frá skyldum sem bæjarfulltrúi

Málsnúmer 1007099

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 178. fundur - 27.07.2010

Þar sem Jón Hrói Finnsson, S-lista hefur tekið til starfa sem sveitarstjóri í Svalbarðsstrandarhreppi og sér fram á að flytja úr Fjallabyggð innan tíðar, óskar hann eftir að sér verði veitt lausn frá skyldum sem fulltrúi í bæjarstjórn og nefndum Fjallabyggðar.

S-listi tilnefnir Helgu Helgadóttur sem varamann í bæjarráði í hans stað en óskar eftir fresti til næsta fundar bæjarráðs varðandi tilnefningu fulltrúa í fræðslunefnd og varafulltrúa í skipulagsnefnd.

Bæjarráð samþykkir tilnefningu Helgu Helgadóttur sem varamanns í bæjarráð.

Jón Hrói Finnsson óskaði bæjarstjórn, nefndarfólki og starfsmönnum Fjallabyggðar velfarnaðar í störfum þeirra og þakkaði ánægjulegt samstarf á undanförnum árum.