Slökkvilið Fjallabyggðar

Málsnúmer 1007066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 178. fundur - 27.07.2010

Undir þessum dagskrárlið vék Ingvar Erlingsson af fundi.
Lagt fram erindi slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar, þar sem vísað er til brunavarnaráætlunar Fjallabyggðar 2010-2014, þar sem fram kemur að staða slökkviliðsstjóra þarf að vera 100% ef inni í starfinu eigi að vera eldvarnaeftirlit.  Starfshlutfall er nú 75%.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2011 og bæjarstjóra falið að afla nauðsynlegra upplýsinga.