Skólahreysti 2010 -umsókn um styrk

Málsnúmer 1007063

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 178. fundur - 27.07.2010

Skólahreysti hefur verið starfrækt í sex ár innan grunnskóla landsins.
Markmiðið hefur verið aukin hreyfing unglinga og barna og heilbrigður og eftirsóknarverður lífstíll.
Tíu undankeppnir voru haldnar víðsvegar um landið þetta árið og úrslitakeppnin var í Laugardalshöll. Sjö hundruð og tuttugu unglingar mættu til keppni og er gert ráð fyrir að um 4.000 nemendur hafi æft fyrir Skólahreysti og/eða tekið þátt í skólahreystisvaláföngum innan skólanna.
Sveitarfélaginu er þakkaður stuðningur 2009.
Kostnaður við undirbúning, forkeppnir og úrslit, ferðalög, starfsmenn, flutning, tæki og búnað, uppsetningu, kynningu og fleira er 21 milljón. Nú þegar hefur verið tryggt fjármagn að upphæð 19 milljónir.

Þar sem fjármagn vantar enn til að endar nái saman, er þess farið á leit við sveitarfélagið að það styðji verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 50 þúsund krónur.