Umsagnar óskað vegna nýs lyfjaútibús á Ólafsfirði

Málsnúmer 1007060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 178. fundur - 27.07.2010

Í erindi Lyfjastofnunar er óskað umsagnar sveitarfélagsins um rekstur Siglufjarðar Apóteks, á nýju lyfjaútibúi í flokki 3 í Ólafsfirði.

Ekkert sambærilegt mál hefur komið inn á borð Lyfjastofnunar, þ.e. að í kjölfar sameiningar sveitarfélaga hafi verið sótt um rekstur á nýju lyfjaútibúi.

Á Ólafsfirði er rekið lyfjaútibú í flokki 3 frá Lyfjum og heilsu, Glerártorgi.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd þó opnað verði nýtt lyfjaútibú í Ólafsfirði, enda stuðli það að bættri þjónustu og aukinni samkeppni.