Mótmæli vegna óviðunandi vinnubragða við framkvæmd Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 1007051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 177. fundur - 20.07.2010

Til Lex lögmannsstofu hafa leitað forsvarsmenn Veiðifélags Ólafsfjarðar, vegna óviðunandi vinnubragða Háfells ehf. í vinnu þeirra vegna framkvæmda Héðinsfjarðarganga. Mótmælt er þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið af Háfelli ehf. verktaka Héðinsfjarðarganga, við framkvæmdir ganganna. Þegar grjót og annað uppbyggingarefni hefur verið sprengt úr göngunum, er það malað og hefur svo verið þrifið í nálægð við Ólafsfjarðarvatn þannig að vatnið sem notað er við þrifin rennur gruggugt í ós Ólafsfjarðarvatns.

Þess er krafist að Fjallabyggð komi án tafar í veg fyrir frekara tjón af þessum völdum og stöðvi nú þegar umgengni og not af þessu tagi af Ólafsfjarðarvatni.

Lagt fram til kynningar og bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.