Lenging bráðabyrgðarákvörðunar um gatnagerðargjöld

Málsnúmer 1005046

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.05.2010

Bj. Hafþór Guðmundsson sveitarstjóri Djúpavogshrepps  hyggst fara fram á það við samgögnunefnd Alþingis að hún beiti sér fyrir að bráðabirgðarákvæði um innheimtu og álagningu gatnagerðargjalda verði framlengt.  Í þessu sambandi sendir Hafþór inn fyrirspurn, um hvort sveitarfélagið telji þörf að framangreint bráðabirgðaákvæði verði framlengt.

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar telur nauðsynlegt að tíminn verði framlengdur um 4 ár, þar sem götur í sveitarfélaginu eru ekki komnar með bundið slitlag og ekki fyrirsjáanlegt að  því verki ljúki fyrr en eftir 4 ár.