Deiliskipulag fyrir olíubirgðastöðvar félagsins

Málsnúmer 1005017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar - 90. fundur - 12.05.2010

Þann 19. mars 2010 felldi Umhverfisráðuneytið úr gildi starfsleyfi fyrir starfsemi sem getur hafi í för með sér mengun á grundvelli þess að ekki var í gildi gilt deiliskipulag.

Í ljósi þess óskar félagið eftir því við sveitarfélagið að fá sent staðfest deiliskipulag fyrir olíubirgðarstöðvar félagsins á Siglufirði og Ólafsfirði.

Þar sem ekki eru til deiliskipulag af áðurnefndum svæðum leggur nefndin til að svæðið fari í deiliskipulagsferli og telur nauðsynlegt að svæðið Ólafsfjarðarmegin norðan Námuvegar verði skipulagt með Brimneslandi.