Samstarfsverkefni um barnateymi félagsþjónustu Fjallabyggðar og heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunarinnar

Málsnúmer 1005012

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 41. fundur - 21.05.2010

Félagsþjónustan hefur farið þess á leit við Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar að komið verði á sameiginlegu barnateymi félagsþjónustunnar og heilsugæslusviðs Heilbrigðisstofnunarinnar. Tilgangurinn er að auka samstarf, tryggja yfirsýn yfir þjónustuúrræði og gæta samræmingar og markvissra vinnubragða. Í teyminu munu sitja félagsmálastjóri, ráðgjafaþroskaþjálfi, heilsugæslulæknir, hjúkrunarforstjóri og ljósmóðir.